þriðjudagur, 22. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Eiðfaxi fer í prentun í dag

23. september 2019 kl. 09:16

Íslenski hesturinn er í aðalhlutverki í fjallferðum og heimasmölun

Nýjasta tölublað Eiðfaxa fer í prentun í dag. Í blaðinu má m.a. finna ferðasögu fjallamanna úr Flóahreppi og Skeiða- og Gnúpverjahreppi en þeir leita svæðið inn að Hofsjökli.

 


Leit þessi er talinn vera sú lengsta á Íslandi og eru þeir fjallmenn Flóamanna sem í ferðina fara 12 daga að heiman með hesta sína. Á þessum slóðum eru margir sögufrægir staðir og Arnarfell hið Mikla og Hofsjökull geyma leyndardóma og dulúð.

Ferðasaga sem slík er fátíð, en göngur og réttir eru ein elsta menningararfleið þjóðarinnar og þar leikur íslenski hesturinn stórt hlutverk.

Hægt er að gerast áskrifandi með því að hringja í síma 537-9200 eða senda tölvupóst á netfangið eidfaxi@eidfaxi.is. Áskrift kostar 1338 krónur á mánuði.