laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Eiðfaxi er í jólaskapi

9. desember 2009 kl. 13:30

Eiðfaxi er í jólaskapi

Jólablað Eiðfaxa er nú í prentsmiðjunni. Þetta síðasta blað ársins og er veglegt að vanda með fjölbreyttu efni. Tekin eru viðtöl við ræktendur og forvitnast um efnileg hross í tamningu, Þorvaldur Kristjánsson skrifar um Sæ frá Bakkakoti, jólagjafahugmyndir, ungur knapi í Hafnarfirði tekinn tali, annáll gæðingakeppninnar á árinu, sögugrein frá Þorgeiri Guðlaugssyni, Kristinn Hugason skrifar um ræktunarstefnu í hrossarækt og grein um tignarlega hesta á Spáni.

Eiðfaxi mun berast áskrifendum sínum strax eftir helgina, jólalegur og stútfullur af skemmtilegu efni!

Hér fyrir neðan má lesa stuttan kafla úr sögugrein Þorgeirs Guðaugssonar, Á kúrekaslóðum vestra, sem birtist í jólaútgáfu Eiðfaxa.

[...]
Kunnastur allra hesta í Ameríku er sagðir voru íslenskir var án efa skjótti folinn Algonquin. Hann var í eigu Archie Roosevelt þegar Teddy faðir hans sat á forsetastóli. Árið 1903 hlaut hesturinn landsfrægð í Bandaríkjunum þegar sú saga spurðist út að hann hefði gengið um ganga í sjálfu Hvíta húsinu í Washington og verið fluttur á milli hæða í lyftu. Þannig vildi til að forsetasonurinn ungi lá í rúminu með mislinga og saknaði þess að sjá ekki folann sinn. Forsetafrúin tók ekki í mál að hleypa drengnum úr bólinu og þá brá hestasveinn Hvíta hússins á það ráð að fara með þann skjótta í vitjun til eigandans.
[...]