laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Eiðfaxi austur á Hemlu-

19. febrúar 2010 kl. 11:16

Eiðfaxi austur á Hemlu-

Í næsta blaði Eiðfaxa verður ítarlegt viðtal við hjónin Vigni Siggeirsson og  Lovísu Herborgu Ragnarsdóttur í Hemlu II á Rangárvöllum en bú þeirra var eitt af þeim sem tilnefnd voru sem „Ræktunarbú ársins 2009“.

Auk þess að vera að ná frábærum árangri í ræktuninni hefur Vignir verið í fremstu röð keppnisknapa hér á landi og hefur meðal annars náð að landa einu sinni heimsmeistaratitli í tölti. Vignir ætlar sér góða hluti í sumar og hefur til þess hestakostinn að því er virðist.

Þegar komið er austur yfir Rangárnar dettur maður inní vetrarríki eins og hestamenn vilja hafa það, snjór yfir öllu og reiðfærið frábært. Vignir var að þjálfa gæðing sinn Heljar frá Hemlu er Eiðfaxi renndi í hlaðið en að Vignis sögn er hann eitt trompið sem hann er að undirbúa til þátttöku í A-flokki gæðinga. Heljar er undan Gný frá Stokkseyri og Óskadís frá Hafnarfirði, sem er Viðarsdóttir frá Viðvík. Eiðfaxi tók upp stutt myndband af þeim félögum í veðurblíðunni.