fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

"Ég var sáttur með klárinn".

21. febrúar 2014 kl. 18:42

Jakob var sáttur með sýninguna hjá honum og Al

Heimsmeistaramótsfararnir búnir að ljúka keppni

Nú hafa tveir hestar komið í braut sem kepptu fyrir hönd Íslands á Heimsmeistaramótinu í Berlín, þeir Alur frá Lundum II og Arnar frá Blesastöðum II. Jakob S. Sigurðsson var knapi á Al en Agnar Snorri Stefánsson var á Arnari frá Blesastöðum II

Jakobi og Al gekk ágætlega en þeir hlutu 6,43 í einkunn og eru í 2. sæti sem stendur. Það gekk ekki eins vel hjá þeim Arnari og Agnari en Arnar fór á kýrstökk eftir fyrri sprettinni. Þeir hlutu 6,17 í einkunn og eru sem stendur í 7 sæti. 

Aðspurður segist Jakob hafa verið ánægður með klárinn "Ég var sáttur með klárinn, ég bað reyndar um að ekki yrði klappað á meðan á sýningunni stæði en áhorfendur gátu ekki staðist mátið og klöppuðu á öllum gangi, meira segja á feti. Klárinn stressaðist svolítið upp við það áreiti en ég er bara sáttur".

Niðurstöður eins og er:

1. Agnar Snorri Stefánsson Baldur vom Hrafnsholt 6,63 
2. Jakob S. Sigurðsson Alur frá Lundum II 6,43
3. Eva-Karin Bengtsson Nör von Bucherbach 6,33
4. Anette Överaas Seimur frá Brædratungu 6,30
5. Þórður Þorgeirsson Fláki frá Blesastöðum 6,27