þriðjudagur, 23. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

"Ég biðst afsökunar"

odinn@eidfaxi.is
28. nóvember 2013 kl. 09:56

Steve O'Grady

Viðbrögð dýralæknisins og járningarmeistarsns Steve O'Grady sem flutti inn notuð járningarverkfæri.

Blaðamaður Eiðfaxa hafði samband við Steve O'Grady dýralækninn og járningamanninn sem flutti inn notaðan búnað þegar hann kom til landsins að meðhöndla Blysfara frá Fremra-Hálsi. Eins og fram hefur komið hér á vefnum þá hefur Matvælastofnun brugðist við og sent frá sér fyrirmæli hvernig umgangast skuli hross og hrossaflutning til og frá þeim stað sem meint smit gæti komið upp.

Í svari frá dýralækninum segir:

Í fyrsta lagi langar mig að biðjast afsökunar og benda á að ákveðins misskilnings hafa gætt í umræðunni um þetta mál.

"Ég ferðast um allan heim í þeim tilgangi að meðhöndla hesta. Ég notaði sérhæfð verkfæri sem ekki eru í boði á Íslandi. En þar sem ég er dýralæknir auk þess járningarmeistari  er ég er mjög meðvitaður um útbreiðslu sjúkdóma"

Mig langar að koma með nokkra punkta :

  • Áður en ég fór í þessa ferð var mér ókunnugt um hvaða reglur eða takmarkanir væru í gildi varðandi flutning á járningarverkfærum til Íslands.
  • Tækin sem ég kom með eru aðeins notuð á ferðalögum mínum og eru þrifin / sótthreinsuð ( chlorohexidine ) eftir hverja ferð .
  • Svunta er úr svokölluðu ID efni og er með leður hnéhlífum.
  • Hóftangir og raspar sem ég notaði voru glænýir.
  • Öll fylli-, og viðgerðarefni voru ný og óopnuð.
  • Ferðasettið mitt var geymt í frysti í 14 klukkustundir til að drepa bakteríur.

Að lokum ef litið er í fræðin í dýralæknavísindum þá er ljóst að fótur hestsins hefur mestu mótstöðu/hlífð af öllum líkamshlutum hans gegn sýkingum.

"Svo að það komi skýrt fram þá virði ég lög / reglugerðir hvers lands og hefði fylgt þeim í einu og öllu hefði ég verið upplýstur um þær áður en ég lagði í þessa ferð." segir Steve og vill að lokum hrósa fyrir það fallega land og frábæra hest sem þjóðin býr að á  Íslandi.