mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Eftirspurn eftir hrossaslátrun eykst

6. október 2011 kl. 11:29

Eftirspurn eftir að koma fullorðnum hrossum í sláturhús hefur sjaldan eða aldrei verið meiri.

Stikkorð

Hrossaslátrun

Biðlistar í sláturhúsum

Víðast hvar um landið er meiri ásókn nú en undanfarin ár í að koma fullorðnum hrossum í sláturhús. Í sláturhúsinu á Hellu, sem eingöngu slátrar stórgripum, er talsvert langur biðlisti. Hjá SAH Afurðum á  Blönduósi hefur aldrei verið lógað jafnmörgum fullorðnum hrossum og nú í ágústmánuði.

Sauðfjárslátrun stendur nú yfir í flestum sláturhúsum landsins, en þegar að henni lýkur má búast við að eftirspurn eftir hrossaslátrun taki kipp. Ástæðurnar eru fyrst og fremst tvær: Samdráttur í lífhrossasölu og reiðhestahaldi, og heyskortur á Norður- og Austurlandi.