laugardagur, 23. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Eftirsóttur en umdeildur

28. apríl 2015 kl. 16:01

Gustur 923 frá Sauðárkróki. Ragnar Hinriksson tamdi hann og sýndi. Hér situr Ragnar Hinriksson hann árið 1980. Mynd/Einar E. Gíslason

Höfða-Gustur 923 hefur markað spor í hrossaræktinni.

Hugtakið stóðhestapólitík er ekki nýtt af nálinni en lengi hafa ræktendur í hrossarækt haft sterkar skoðanir á stóðhestum. Einn þeirra hesta sem mikið hefur verið deilt um en Gustur frá Sauðárkróki oftast kallaður Höfða-Gustur. Í dag er ljóst að áhrif hans eru talsverð í ræktuninni en lengi voru upp raddir sem efuðust um tilvist hans. Harðast var deilt á skapgerð Höfða-Gust en einnig á fótargerð hans.

Gustur 923 var fæddur Sveini Guðmundssyni vorið 1973 og það haust keyptur af Sigurði Bergþórssyni bónda á Höfða í Þverárhlíð sem átti hann ógeltan til æviloka. Sigurður telur sig muna það réttast að hafa fellt hann aldamótaárið 2000. Allt frá því að hesturinn komst í eigu Sigurðar var nafn hans tengt við bæinn og gekk hann jafnan síðan í umræðu undir nafninu Höfða-Gustur.

„Þetta var mikið ævintýri meðan á því stóð, og oft skemmtilegt“, sagði Sigurður á Höfða í stuttu símaspjalli.

Skyldleikaræktaður hestur af þessu foreldri fangaði að vonum nokkra athygli í umræðu áhugamanna um ræktun og þegar á fyrstu árum fékk hann mikla notkun og æ síðan.

Grein um Höfða-Gust má nálgast í 4. tbl. Eiðfaxa, Stóðhestablaðinu, sem kemur út í næstu viku.  Hægt er að gerast áskrifandi að Eiðfaxa í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is