þriðjudagur, 17. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Efstu keppendur tryggðu sér þátttöku í úrtökumóti

24. febrúar 2012 kl. 12:27

Efstu keppendur tryggðu sér þátttöku í úrtökumóti

Góð stemming var í Svaðastaðahöllinni sl. miðvikudagskvöld á fyrsta móti KS-deildarinnar. Öll úrslit mótsins má nú nálgast í úrslitatöflum á sérvef tileinkuðum deildinni hér.

Eftir harða baráttu í B-úrslitum voru efstir og jafnir Ísólfur Líndal Þórisson á Kristófer frá Hjaltastaðahvammi og Baldvin Ari Guðlaugsson á Senjor frá Syðri-Ey og kepptu þeir því báðir í æsispennandi A-úrslitum. Þar landaði nefnilega Ísólfur sigri eftir harða baráttu við Ólaf Magnússon á Gáska frá Sveinsstöðum.

Athygli vekur að þrír af sex efstu knöpum keppninnar unnu sér þátttökurétt í úrtökumóti deildarinnar í janúar.

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir sem birtar eru með góðfúslegu leyfi héraðsfréttablaðsins Feykis.

Næst verður keppt í fimmgangi í KS-mótaröðinni þann 7. mars.