þriðjudagur, 23. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Efstu hestar til 1.verðlauna

odinn@eidfaxi.is
13. júní 2014 kl. 20:23

Telma frá Steinnesi, knapi er eigandinn Helga Una Björnsdóttir

Kiljan, Ómur og Kvistur komnir með tilsettan fjölda afkvæma.

Fyrr á árinu var birtur hér á vefnum listi yfir líklega stóðhesta til 1.verðlauna fyrir afkvæmi og var staðan fyrir sýningar nú í vor eftirfarandi:

•Kvistur Skagaströnd 128 stig og 8 dæmd afkvæmi

•Grunur Oddhóli 119 stig og 12 dæmd afkvæmi

•Blær Hesti 118 stig og 11 dæmd afkvæmi

•Fontur Feti 118 stig og 9 dæmd afkvæmi

Af þessum lista nær aðeins Kvistur tilsettum fjölda afkvæma en á listan hefur bæst Ómur frá Kvistum sem nú á 22 dæmd afkvæmi og mun því að öllum líkindum koma fram með afkvæmum á Landsmóti. Ómur er með 124 steig í kynbótamati. Annar hestur ári yngri en þeir Kvistur og Ómur er Kiljan frá Steinnesi en hann á nú 15 dæmd afkvæmi og er með 126 stig í kynbótamati.

Þessir hestar munu að öllum líkindum bítast um efsta sætið til 1.verðlauna fyrir afkvæmi en nánar verður farið yfir árangur afkvæma þeirra hér á vefnum næstu daga.