laugardagur, 17. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Efnilegasti knapi ársins ?

30. október 2013 kl. 18:00

Ásmundur Ernir er efnilegasti knapi árins 2012

Hvað segja sérfræðingarnir

Það er mikill heiður að verða tilnefndur til knapaverðlauna og einnig mikil hvatning, sérstaklega fyrir yngri kynslóðina. Tilnefnd sem Efnilegasti knapi árisns 2013 eru Anna Kristín Friðriksdóttir, Birgitta Bjarnadóttir, Konráð Valur Sveinsson, Svandís Lilja Stefánsdóttir og Skúli Þór Jóhannsson.

En þetta er það sem "sérfræðingarnir" okkar sögðu um þennan flokk: 

Guðmundur F. Björgvinsson: "Ætli það verði ekki tvöfaldur heimsmeistari, Konráð Valur."

Hulda Gústafsdóttir: "Ég held að það verði hin ungi knapi Konráð Valur. Mér finnst hann vera líklegur."

Reynir Örn Pálmason: "Ég held að Konráð Valur sé líklegastur en hann var náði mjög góðum árangri á árinu í skeiði."

Sigurður Sigurðarson: "Ég held að það verði Konráð Valur en hann náði góðum árangri í ár þegar hann varð tvöfaldur heimsmeistari."

Þórarinn Eymundsson: "Konráð Valur er líklegastur held ég. Hann náði feiknalega góðum árangri í ár og kom svolítið sem ný stjarna inn á sjónarsviðið."