fimmtudagur, 21. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Efnilegasti knapi ársins

2. nóvember 2019 kl. 21:49

Benjamín Sandur Ingólfsson

Benjamín Sandur er efnilegasti knapi ársins 2019

 

Benjamín Sandur Ingólfsson stóð sig með stakri prýði á árinu og heillaði alla með framkomu sinni og reiðmennsku. Hann varð Heimsmeistari ungmenna í gæðingaskeiði á Messu frá Káragerði og stóð sig vel á því móti í öðrum skeiðgreinum. Hann varð einnig íslandsmeistari í gæðingaskeiði á Messu og sigraði sterkt íþróttamót á Selfossi í sömu grein. Þá gerði Benjamín sér lítið fyrir og varð Íslandsmeistari í fimmgangi ungmenna á Smyrli frá Vestra-Stokkseyrarseli. Hann reið til A-úrslita á íslandsmótinu í tölti  á Muggu frá Leysingjastöðum II og í slaktaumatölti á Ögra frá Fróni.

Aðrir tilnefndir

Ásdís Ósk Elvarsdóttir

Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir

Hákon Dan Ólafsson

Sylvía Sól Magnúsdóttir