þriðjudagur, 22. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Efnileg hross á tamningaaldri

20. september 2019 kl. 16:10

Konsert frá Hofi á mörg afkvæmi á lista þeirra sem hæst kynbótamat hafa

Nú standa yfir frumtamningar víða um land og gaman að velta því fyrir sér hvaða unghross eru á tamningaaldri

 

Eitt af helstu verkefnum haustsins, hjá hrossaræktendum, er það að senda unghross í tamningu. Miklar vonir eru oft bundnar við þessi hross og fróðlegt að fylgjast með því hvernig þau bera sig undir knapa og hvernig þau bregðast við aukinni meðhöndlun.

Mörg af þeim hrossum sem nú eru kominn á tamningaraldur eru vel ættuð og hafa hátt kynbótamat. Það eitt og sér segir þó ekki alltaf til um það hvaða hross skara fram úr að vori. En líklegt má þykja að eftir því sem betra stendur að hrossinu aukast líkur á að um afreksgrip verði að ræða.

Kynbótamatið er reiknað með svokallaðri BLUP aðferð sem alþekkt er orðin í búfjárræktarstarfi um allan heim. BLUP er skammstöfun fyrir Best Linear Unbiased Prediction þ.e. besta línulega óskekkta spá um kynbótagildi gripa út frá upplýsingum um mælda eiginleika í dómum og ætternisupplýsingum. Hvað íslensk hross varðar leiðréttir aðferðin fyrir áhrifum fastra umhverfisáhrifa svo sem sýningarári, aldri og kynferði.

Hér má sjá þau hross sem hæst kynbótamat hafa af þeim hrossum sem fædd eru árið 2016 á Íslandi. Nýtt kynbótamat verður reiknað nú á haustdögum og þá getur þessi listi breyst.

Annars vegar er um að ræða lista yfir þá stóðhesta sem hafa 123 stig eða meira í kynbótamatinu og annan lista yfir þær hryssur sem hafa 123 stig eða meira í kynbótamatinu.

Stóðhestar

 

Nafn

Uppruni í þgf.

Faðir

Móðir

Kynbótamat 

Magni

frá Stuðlum

Konsert frá Hofi

Staka frá Stuðlum

126

Nn

frá Mið-Fossum

Konsert frá Hofi

För frá Hólum

126

Óskar

frá Flekkudal

Þórálfur frá Prestsbæ

Tálbeita frá Flekkudal

126

Nn

frá Skipaskaga

Skýr frá Skálakoti

Skynjun frá Skipaskaga

126

Kalmann

frá Kjóastöðum 3

Konsert frá Hofi

Þingey frá Torfunesi

125

Eldur

frá Laugarbökkum

Konsert frá Hofi

Blökk frá Laugarbökkum

125

Prins

frá Hjarðartúni

Ölnir frá Akranesi

Garún frá Eystra-Fróðholti

125

Nn

frá Ragnheiðarstöðum

Skýr frá Skálakoti

Hrund frá Ragnheiðarstöðum

125

Hlýri

frá Bergi

Konsert frá Hofi

Hilda frá Bjarnarhöfn

125

Bragur

frá Reykjum

Skýr frá Skálakoti

Vísa frá Seljabrekku

124

Þormar

frá Neðri-Hrepp

Konsert frá Hofi

Auður frá Neðri-Hrepp

124

Birkir

frá Hlemmiskeiði 3

Konsert frá Hofi

Ronja frá Hlemmiskeiði 3

123

Eldur

frá Kvíarhóli

Hrannar frá Flugumýri II

Storð frá Stuðlum

123

Herkúles

frá Vesturkoti

Spuni frá Vesturkoti

Hekla frá Miðsitju

123

Jónsson

frá Ásmundarstöðum 3

Arion frá Eystra-Fróðholti

Ömmustelpa frá Ásmundarstöðum 3

123

Röðull

frá Tjarnastöðum

Arion frá Eystra-Fróðholti

Súla frá Varmalæk

123

Stapi

frá Stíghúsi

Konsert frá Hofi

Álöf frá Ketilsstöðum

123

Ljósvaki

frá Ásbrú

Ölnir frá Akranesi

Lifun frá Ásbrú

123

Nn

frá Garðshorni á Þelamörk

Skýr frá Skálakoti

Stássa frá Naustum

123

Álfasteinn

frá Reykjavöllum

Konsert frá Hofi

Hrísla frá Sauðárkróki

123

Stæll

frá Skagaströnd

Ómur frá Kvistum

Þjóð frá Skagaströnd

123

Fákur

frá Syðri-Reykjum

Konsert frá Hofi

Telma frá Steinnesi

123

Styrmir

frá Efri-Fitjum

Skýr frá Skálakoti

Dama frá Blönduósi

123

Kappi

frá Kirkjufelli

Konsert frá Hofi

Ösp frá Auðsholtshjáleigu

123

Nn

frá Skipaskaga

Arion frá Eystra-Fróðholti

Formúla frá Skipaskaga

123

 

 

Hryssur

 

Nafn

Uppruni í þgf.

Faðir

Móðir

Kynbótamat 

Artemis

frá Prestsbæ

Ómur frá Kvistum

Þóra frá Prestsbæ

127

Nn

frá Auðsholtshjáleigu

Spuni frá Vesturkoti

Vá frá Auðsholtshjáleigu

126

Gullbrá

frá Bræðraá

Skýr frá Skálakoti

Bylgja frá Sauðárkróki

126

Trú

frá Þóroddsstöðum

Trausti frá Þóroddsstöðum

Von frá Þóroddsstöðum

125

Nn

frá Auðsholtshjáleigu

Konsert frá Hofi

Terna frá Auðsholtshjáleigu

125

Katla

frá Eystra-Fróðholti

Skaginn frá Skipaskaga

Glíma frá Bakkakoti

125

Framtíð

frá Stóra-Vatnsskarði

Ölnir frá Akranesi

Kylja frá Stóra-Vatnsskarði

125

Nn

frá Stað

Skýr frá Skálakoti

Freisting frá Holtsmúla 1

125

Fylla

frá Flekkudal

Spuni frá Vesturkoti

Æsa frá Flekkudal

125

Fiðla

frá Flagbjarnarholti

Konsert frá Hofi

Straumey frá Flagbjarnarholti

124

Saga

frá Strandarhjáleigu

Skýr frá Skálakoti

Freyja frá Hvolsvelli

124

Esja

frá Rauðalæk

Konsert frá Hofi

Elísa frá Feti

124

Nóta

frá Fákshólum

Spuni frá Vesturkoti

Flauta frá Skúfslæk

124

Staka

frá Hólum

Trymbill frá Stóra-Ási

Ösp frá Hólum

124

Nn

frá Geitaskarði

Skýr frá Skálakoti

Karmen frá Grafarkoti

124

Eining

frá Hæli

Skaginn frá Skipaskaga

Kenning frá Ytra-Vallholti

124

Hending

frá Syðri-Reykjum

Konsert frá Hofi

Sending frá Þorlákshöfn

124

Draumey

frá Efra-Langholti

Draupnir frá Stuðlum

Íris frá Efra-Langholti

123

Sara

frá Akurgerði II

Ölnir frá Akranesi

Sif frá Akurgerði II

123

Fríður

frá Stuðlum

Kiljan frá Steinnesi

Þerna frá Arnarhóli

123

Ösp

frá Hvolsvelli

Arion frá Eystra-Fróðholti

Vordís frá Hvolsvelli

123

Nn

frá Hjarðartúni

Hrókur frá Hjarðartúni

Dögun frá Hjarðartúni

123

Unna

frá Kjartansstöðum

Konsert frá Hofi

Unun frá Kjartansstöðum

123

Harpa

frá Hofi I

Konsert frá Hofi

Gifting frá Hofi I

123

Kvika

frá Finnastöðum

Konsert frá Hofi

Hrönn frá Búlandi

123

Íþrótt

frá Hólum

Eldur frá Torfunesi

Storð frá Hólum

123

Mærð

frá Lækjamóti II

Spuni frá Vesturkoti

Návist frá Lækjamóti

123

Þerna

frá Hallkelsstaðahlíð

Skýr frá Skálakoti

Snekkja frá Hallkelsstaðahlíð

123

Brimkló

frá Kópavogi

Arion frá Eystra-Fróðholti

Brynja frá Hrauni

123

Molda

frá Ugluhreiðri

Þórálfur frá Prestsbæ

Askja frá Vesturkoti

123

Þenja

frá Prestsbæ

Hróður frá Refsstöðum

Þoka frá Hólum

123