fimmtudagur, 21. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Efling nýliðunar í nefndum

5. október 2013 kl. 16:10

Haraldur Þórarinsson formaður LH

Ímynd

Nýliðun er hestamennskunni nauðsynleg. Það var ein af niðurstöðum Landsþings Landssambands hestamannafélaga í október sl. að efla þyrfti nýliðun innan hestamannafélaganna. Nú, tæpu ári síðar, lék Eiðfaxa forvitni á að vita hvernig brugðist hafi verið við þessari köllun. Slegið var á þráðinn til Haraldar Þórarinssonar, formanns, og upplýsti hann að ýmsilegt væri uppi á teningnum hjá LH í haust.

“Það þarf vissulega að auðvelda þeim sem vilja byrja í hestamennsku aðgengi að hestum m.a. með félagshesthúsum. Það eru félög sem hafa skoðað þennan möguleika. En vilji menn sjá þetta gerast þarf að efla hestamannafélögin og samstarf þeirra við sveitafélögin. Í mörgum félögum er verið að vinna mjög gott æskulýðsstarf á meðan það á undir höggi að sækja í öðrum. Ég held að félögin geti hugsanlega aukið samstarf sitt í þessum málum og náð þannig betri árangri. Eitt af þeim vandamálum hestamennskunnar eiga við að stríða nú, er að of fáir einstaklingar eru tilbúnir að vinna sjálfboðavinnu, en hún er grundvöllurinn fyrir öflugu starfi þeirra.”

Lesið meira um þetta í nýja Eiðfaxa. Hægt er að gerast áskrifandi í síma 511-6622 eða senda póst á eidfaxi@eidfaxi.is