sunnudagur, 20. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Efast um réttmæti leiðréttingar

4. júní 2015 kl. 12:00

Starri frá Herríðarhóli var sýndur á Íslandi í fyrra þá 4 vetra gamall hlaut hann þá 8.09 í aðaleinkunn. Í ár var hann sýndur í Þýskalandi og hefur bætt sig mikið á milli ára og hlaut nú 8,52 í aðaleinkunn.

Réttara væri að taka upp leiðréttingar á milli sýninga að mati fræðimanna.

Nú í vor eru fimmtán ár síðan það alþjóðasamstarf sem nú er við lýði var tekið upp en fram að því voru dómar víða utan Íslands ekki samanburðarhæfir við dóma hér heima því kerfið sem dæmt var eftir var ekki það sama.

Eitt meginstjórntæki hrossaræktarinnar er kynbótamatið en í útreikninum þess er leiðrétt fyrir ýmsum umhverfisþáttum. Einn þeirra þátta er landið þar sem dómur fer fram svokölluð landsleiðrétting. Þá eru veginn inn landsmeðaltöl dóma og vigt þeirra inn í kynbótamatið metin eftir því hvar dómurinn fellur. Sumir fræðimenn efast um réttmæti þessarar leiðréttingar og telja að hópurinn sem kemur til dóms sé mismikið valinn heima á búunum og réttara væri að taka upp leiðréttingar á milli sýninga.

Þessa grein má nálgast í 5. tbl. Eiðfaxa. Hægt er að gerast áskrifandi að Eiðfaxa í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is.