laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Edda Rún og Siggi taka aftur við Reiðskóla Reykjavíkur

21. febrúar 2012 kl. 15:04

Edda Rún og Siggi taka aftur við Reiðskóla Reykjavíkur

Nú á haustdögum yfirtóku Edda Rún Ragnarsdóttir og Siguður V. Matthíasson reksturinn á Reiðskóla Reykjavíkur. Þau hófu starfsemi skólans árið 2001 en seldu reksturinn frá sér vorið 2010 en nú hefur tekist samkomulag um að þau yfirtaki reksturinn að nýju.

Skólinn er því kominn aftur heim og verður í fullri starfsemi í hesthúsi Eddu og Sigga að Fákabóli 3 í sumar og næstu sumur. Eins og áður verða í boði byrjendanámskeið, framhald 1, framhald 2 og gangskiptinganámskeið og er skráning þegar hafin. Kennt verður frá klukkan 9 - 12 og frá 13 – 16 alla virka daga. Fjögur tveggja vikna námskeið verða í sumar og eitt viku námskeið þar sem verður boðið upp á öll hefðbundin námskeið og gangskiptinganámskeið að auki.

Ekki er hægt að halda áfram starfsemi skólans án þess að allir gömlu snillingarnir verði með áfram og mæta því snillingar eins og Eyrnaslapi, Linsa, Grámann og Steini fersk til starfa í byrjun júní ásamt öllum hinum.

Hjá Reiðskólanum verður eins og ávalt góður hópur af starfsfólki. Edda Rún og Siggi hafa alla tíð lagt mikinn metnað í rekstur Reiðskólans og hlakka til að hefja reksturinn á ný.