mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Eðalafkvæmi Aðals

odinn@eidfaxi.is
5. júlí 2013 kl. 15:21

Skálmar frá Nýjabæ

Aðall frá Nýjabæ er jafnt og þétt að styrkja stöðu sína sem kynbótahestur í allra fremstu röð.

Afkvæmi Aðals frá Nýjabæ hafa verið áberandi hér á FM2013 á Kanldármelum, en sex afkvæmi hans eru hér í kynbótasýningum mótsins.

Þar af eru tveir mjög frambærilegir stóðhestar þeir Skálmar frá Nýjabæ sem er efstur í elsta flokki með 8,50 í aðaleinkunn og Bökkvi frá Syðra-Skörðugili með 8,20 í aðaleinkunn.  Skálmar er flugvakur alhliðahestur sem haut nú í vor 9,5 fyrir skeið en lækkaði í 9,0 hér á mótinu, en er með 8,5 fyrir tölt, brokk og fegurð í reið.

Nökkvi er klárhestur með 9,0 fyrir tölt, brokk, stökk, vilja/geðslag og fegurð í reið.

Yfirlit stóðhesta er á morgun og geta þessir hestar því enn hækkað sinn dóm.

Aðall er jafnt og þétt að styrkja stöðu sína sem kynbótahestur í fremstu röð og virðist líkt og faðir hans gefa trausta lund, hreinan gang og gripslegt sköpulag.

Dætur hans hér á mótinu eru fjórar talsins í kynbótadómi en það eru þær Athöfn frá Stykkilshólmi,  Hending frá Stóra-Ási, Auður frá Efri-Hrepp og Ólafía frá Lækjarmóti allar með 1.verðlauna dóm.