miðvikudagur, 24. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Dýrðir í Essen-video

16. mars 2011 kl. 11:31

Dýrðir í Essen-video

Ein af stærstu hestahátíðum heims, Equitana, er nú haldin í Essen í Þýskalandi. Hátíðin fer fram dagana 12.-20. mars og er augljóslega engu til sparað til að gera sýninguna íburðarmikla og glæsilega eins og meðfylgjandi myndir bera með sér.

Íslenska hrossakynið hefur að sjálfsögðu laðað að þúsundir áhorfenda. Samstarfsaðili Eiðfaxa, Henning Drath sem rekur vefinn Isibless.is er þar og hefur hann látið saman þessi video sem gefur innsýn inn í íslenska sýningarþorpið í Essen, af íslensku sýningaratriði og keppni í fjórgangi og tölti.

Þess má geta Karly Zingsheim og Naddur vom Schluensee fór með sigur af hólmi í báðum keppnum.

Video frá sunnudegi
Video frá mánudegi
Video frá þriðjudegi

Allar upplýsingar um Equitana má finna á heimasíðu hátíðarinnar hér.