miðvikudagur, 24. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Dýrasti reiðvegur landsins

29. mars 2014 kl. 12:00

Reiðvegur í Hnífsdal. "Það stóð víst hvergi í samkomulagi Vegagerðarinnar og hestamanna að ekki mættu vera ljósastaurar í honum miðjum." Mynd/Árný Herbertsdóttir

Þar sem pólitísk vitleysa ríður ekki við einteyming.

Á Ísafirði eru fallegar reiðleiðir og talandi saga í hverju horni. Rekstur Hendingar, hestamannafélags Ísfirðinga, hefur þó gengið upp og ofan frá stofnun þess árið 1988. Blaðamaður ræðir við formann félagsins, Marínó Hákonarson, um brösótta sögu þess í 3. tölublaði Eiðfaxa. Hér er brot úr greininni:

Byggður var vegur út í Hnífsdal fyrir allmörgum árum og varð hann landsfrægur að sögn Marínós. „Á þeim tíma ákvað Vegagerðin hvernig ætti að framkvæma fyrir það fé sem við fengum úr reiðvegasjóði, þannig náðum við að byggja dýrasta og óvinsælasta 400 metra reiðveg á landinu í kringum 1990. Þegar samkomulagi hafði loks verið náð við Vegagerðina rákumst við á annan vegg með þennan veg. Það stóð víst hvergi í samkomulagi Vegagerðarinnar og hestamanna að ekki mættu vera ljósastaurar í honum miðjum. Við héldum svo þegar átti að fara að laga þetta, fyrir um þremur árum síðan, að kannski yrði tekið örlítið tillit til okkar. Bókun bæjarráðs varð þó sú að ekki væri rétt að breyta þessu. Við gerum því víst ráð fyrir að berja þarna malbikið enn um sinn.“

Hægt er að panta áskrift í síma 511 6622 eða í gegnum tölvupóstfangið eidfaxi@eidfaxi.is