miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Dýraníðingur gengur laus

odinn@eidfaxi.is
10. mars 2014 kl. 15:16

Dýraníðingur gengur laus. Myndin tengist ekki fréttinni.

Eigandi kom að hryssunni í gærmorgun.

Aftur hefur komið upp mál þar sem hryssur eru níddar með því að skera kynfærum þeirra með eggvopni. Nýjasta tilfellið kom upp á Kjalarnesi um nýliðna helgi þar sem eigandi hryssu varð var við sár á kynfærum og tilkynnti málið til lögreglu.

Áverkar á hryssunni eru svipaðir og áverkar í máli sem kom upp árið 2011 en það mál kom upp í hesthúsi í Fossgerði rétt við Egilsstaði. Í frétt RÚV frá árinu 2011 segir m.a. "Grunur vaknaði um að ekki væri allt með felldu þegar læknir fór í útreiðartúr á hryssunni á sunnudag og tók eftir því að taglið hafði litað hárin í hring og var greinilegt að það blæddi úr. Blóðblettir sáust sitt hvorum megin við taglið aftan á lærum. Við skoðun komu í ljós tveir skurðir á kynfærum hryssunnar annar framarlega en hinn nokkuð djúpt inni í skeiðinni. Hjörtur Magnason, héraðsdýralæknir á Austurlandi, skoðaði hryssuna og telur nær útilokað að hryssan hafi skaðað sig sjálf."

Samkvæmt nýjum lögum um velferð dýra er tekið fram í 15. gr að bannað sé að hafa hafa samræði eða önnur kynferðismök við dýr eða misbjóða þeim á einhvern sambærilegan hátt. Mörgum hefur fundist óþarft að taka slíkt fram, en sorglega staðreyndin er sú að þörf er á ákvæði sem þessu í lögum um dýravelferð.

Jafnframt segir í 8. grein sömu laga að hver sá sem verður var við illa meðferð dýra hefur skyldu til að tilkynna atvikið strax til lögregla og/eða Matvælastofnunar.