miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Dýr og flugeldar

31. desember 2014 kl. 09:00

Frá Ljósanótt 2012

Aldrei er góð vísa of oft kveðin.

Nú eru að renna upp ein áramótin enn og eru Íslendingar öðrum þjóðum duglegri að kveðja gamla árið og fagna því nýja með brennum og flugeldum. 

Hross eru óstjórnlega hrædd við allskyns flugelda, bombur og sprengingar. Slys hafa orðið á fólki af þessum völdum þegar það hefur verið á útreiðum á gamlársdag og er þá betra heima setið en af stað farið. Einnig þarf að huga að útigangshross en þau geta orðið skelfingu lostin þegar sprengingarnar eru í gangi, jafnvel þótt það sé í nokkurri fjarlægð.

Hestum ber að gefa vel, hafa ljós kveikt, til að draga úr áhrifum blossanna, eða byrgja glugga, og ráð er að hafa útvarp í gangi til að jafna út hávaðann. Eigendur ættu að vitja hrossanna um leið og mestu lætin eru yfirstaðin. Útigangshrossum á að gefa vel og halda þeim á kunnuglegum slóðum, þar sem þau fara sér síður að voða ef hræðsla grípur þau. Hundum og köttum ber að halda innandyra og gefa þeim tækifæri að leita sér skjóls þar sem hávaðinn og ljósagangurinn er minnstur.