mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Dynur frá Hvammi til sölu

27. október 2009 kl. 12:51

Dynur frá Hvammi til sölu

Fram kemur á www.hest.is að stóðhesturinn Dynur frá Hvammi sé til sölu. Dynur sjálfur kom strax fram 4v gamall, var þá stórefnilegur klárhestur og hlaut 1. Verðlaun og 8,03 í aðaleinkunn.  Dynur fékk síðan sinn hæsta dóm árið 2000, 8,47 í aðaleinkunn.  Hann er jafnvígur á fegurð og kosti, hlýtur 8,32 fyrir byggingu og 8,57 fyrir hæfileika, m.a. 9,5 fyrir tölt og vilja.  Af kynbótabrautinni lá leiðin í gæðingakeppni þar sem hann hlaut 2. Sætið í B-flokki gæðinga 2002 á Landsmóti og 8,89 í einkunn.  Dynur var í öll skiptin sýndur af Þórði Þorgeirssyni.  Á Landsmótinu 2008 var Dynur dæmdur fyrir afkvæmi sín og hlaut 1. Verðlaun.

Afkvæmi Dyns frá Hvammi hafa verið áberandi síðustu ár fyrir glæsilega framgöngu.  Þau eru almennt vel reist með háar herðar og vel settan háls, þau eru einstaklega fríð, háfætt og myndarleg.  Oft faxprúð og það geislar af þeim myndarskapur.

Dynur hefur gefið mikið af keppnishrossum í fremstu röð og það virðist sem afkvæmi hans séu jafnvíg á háa dóma á kynbótabraut jafnt sem keppnisbraut.

Stofnað var hlutafélag um Dyn árið 2001, og er það félag eigandi Dyns í dag.

Dynur 15 vetra gamall og hefur verið ákveðið að þreifa fyrir sölu á honum.  Óskað er eftir tilboðum í hestinn og skulu þau berast í síðasta lagi fyrir 5. Nóvember næstkomandi.  Öllum tilboðum verður svarað og áskilur félagið sér rétt til að hafna þeim öllum gerist þess þörf.  Tilboðin skulu sendast á netfangið elka@simnet.is

Hægt er að skoða ýmsar myndir og fleiri upplýsingar um Dyn á www.dynur847.com og www.hest.is