miðvikudagur, 16. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Dynur frá Hvammi til sölu

Jens Einarsson
23. september 2009 kl. 09:49

Hefur þegar farið í heilbrigðisskoðun

Stóðhesturinn Dynur frá Hvammi er til sölu ef viðunandi verð fæst. Gísli Guðmundsson í Grundarfirði, framkvæmdastjóri Dyns ehf., segir að tekin hafi verið ákvörðun um að bjóða hestinn til sölu. Hann verði þó ekki seldur nema fyrir gott verð. Dynur hefur þegar farið í heilbrigðisskoðun og stóðst hana athugasemdalaust.

Dynur er fimmtán vetra, undan Orra frá Þúfu og Djásn frá Heiði í Gönguskörðum. Hann fékk 8,47 í aðaleinkunn á LM2000 í Reykjavík og varð í öðru sæti í B flokki gæðinga á LM2002 á Vindheimamelum. Hann á 403 skráð afkvæmi, þar af 72 dæmd. Tuttugu og fimm eru með fyrstu verðlaun. Undan honum eru stóðhestarnir Funi frá Vindási, Sædynur frá Múla, Aldur frá Brautarhotli, Grettir frá Grafarkoti, Aldur frá Brautarholti og Aðall frá Njarðvík.