miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Dymbilvikusýning Spretts

20. mars 2016 kl. 19:39

Að venju verða ræktunarhrossin í forgrunni.

Hin frjálslega og skemmtilega Dymbilvikusýning Spretts fer fram á miðvikudag, kvöldið fyrir skírdag. Að venju verða ræktunarhrossin í forgrunni, en meðal búa sem hafa boðað komu sína eru Fetsbúið, Eystri-Hóll, Hofsstaðir í Garðabæ og Kjarr en þaðan koma Stálabörn til að leika listir sínar.

Þá munu kraftmiklir stóðhestar gleðja augun, m.a. þeir Hreyfill frá Vorsabæ og Ljósvaki frá Valstrýtu. Danni Jóns mætir með eitthvað úr leynivopnabúrinu hjá sér og Töltgrúppan, hópur 70 hestakvenna frumflytur sitt fyrsta sýningaratriði sem verður án efa tilkomumikið að sjá.

Þá verður hin hefðbunda ræktunarkeppni hestamannafélaganna sem er alltaf stórskemmtileg og íþróttamaður- og kona Spretts verða heiðruð. Og ekki má gleyma skeiðkeppninni og söngatriðunum sem fullkomna fjörið á þessari léttu sýningu.

 

Sjáumst í Samskipahöllinni á miðvikudagskvöld!