miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Dymbilvikusýning Spretts

10. mars 2016 kl. 11:26

Ræktunarhross skipa stærstan sess á sýningunni líkt og verið hefur.

Nú styttist í hina árlegu Dymbilvikusýningu Spretts sem fram fer í Samskipahöllinni þann 23. mars nk., kvöldið fyrir skírdag að venju. Ræktunarhross skipa stærstan sess á sýningunni líkt og verið hefur, en boðið verður upp á sýningar ræktunarbúa, úrvals hryssur og stóðhesta, ræktunarkeppni hestamannafélaganna á höfuðborgarsvæðinu, íþróttamaður Spretts verður heiðraður, ungir Sprettarar koma fram og keppt verður í skeiði í gegn.

Undirbúningur er í fullum gangi þessa dagana og býður sýningarnefndin ræktendum, hesteigendum og knöpum að hafa samband geti þeir lagt sýningunni lið með skemmtilegum og flottum atriðum. Hægt er að hafa samband í eftirfarandi símanúmer:


896 1066 Rikki

892 9797 Siggi
893 3600 Maggi

 

Sjáumst svo hress í Samskipahöllinni þann 23. mars nk.!