sunnudagur, 15. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Dugnaðarforkur og náttúrutalent

28. mars 2012 kl. 13:21

Dugnaðarforkur og náttúrutalent

Af bænum Álfhólum í Landeyjum fara sögur af kvenskörungum sem hafa stundað blandaðan búskap af röggsemi í fjörutíu ár. Af konunum sem í Álfhólum búa fara sögur um kraft og vinnuelju. Sara Ástþórsdóttir rekur þar tamningastöð í glæsilegri aðstöðu sem hún hannaði sjálf.

Í ítarlegu viðtali í 2. tölublaði Eiðfaxa 2012 segir Sara frá uppvexti sínum í Álfhólum, kynnum sínum af eftirminnilegum hrossum, nálgunum við þjálfun og tamningu og viðrað skoðanir sínar um ýmis hitamál hestasamfélagsins í dag.

Sara hefur aldrei setið auðum höndum og lærði fljótt að standa á eigin fótum, ferill hennar sem tamningamaður hófst á barnsaldri. „Ég man eftir mér fimm ára reka rollur á sjálfskiptum smalahesti,” segir hún þegar hún kallar fram fyrstu minninguna um hestamennsku sína. Hún tileinkar allan sinn tíma hestum, umönnun og uppeldi þeirra og það er fátt sem hún fær aðra til að sinna í daglegum rekstri. Járningar vefjast til að mynda ekki fyrir henni. „Maður verður að bjarga sér, gera hlutina sjálfur, reka sig á og læra,” segir hún af þeim dugnaði sem einkennir hana og það er auðséð að hún hefur mótast af sterkum fyrirmyndum.

Viðtal við Söru Ástþórsdóttur má nú nálgast í 2. tölublaði Eiðfaxa en í vefútgáfu blaðsins má einnig finna myndskeið af Söru þar sem hún bregður á leik með stóðhestinum sínum Dimmir frá Álfhólum, berbakt og beislislaus. 

 

Áskrifendur Eiðfaxa geta nú nálgast annað tölublað ársins í vefútgáfunni hér.
Þeir áskrifendur sem hafa ekki enn opnað fyrir sinn aðgang að rafræna blaðinu geta gert það hér.
Þegar skráningu er lokið eru áskrifendur beðnir um að senda notendanafnið á netfangið ingibjörg@eidfaxi.is. Þá mun hin heiðraða Ingibjörg opna fyrir aðgang að vefútgáfunni.
 
Hægt er að gerast áskrifandi að í Eiðfaxa í gegnum síma 588-2525 eða rafrænt hér.
Þeir sem kjósa frekar að kaupa blaðið í lausasölu get gert það hér í vefversluninni.