miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Drottningar ræktunarinnar

19. desember 2014 kl. 12:00

Samba frá Miðsitju ásamt dóttur sinni sem er undan Ómi frá Kvistum.

Átta heiðursverðlaunahryssur árið 2014.

Það er draumur hvers ræktanda að eignast góða ræktunarhryssu en æðsta viðurkenning hryssna í ræktunarstarfi okkar eru heiðursverðlaun hryssna.

Í ár voru átta hryssur sæmdar þessari nafnbót. Þetta eru þær Samba frá Miðsitju, Birta frá Hvolsvelli, Gletta frá Bakkakoti, Bringa frá Feti, Gyðja frá Lækjarbotnum, Orka frá Hvammi, Sunna frá Akranesi og Þula frá Hólum.

Yngst þeirra er Samba frá Miðsitju 16 vetra og elst er Sunna frá Akranesi 25 vetra en afkvæmi hennar hafa að meðaltali hæstan sköpulagsdóm eða 8,26 en hæsta hæfileikadóm hafa afkvæmi Glettu frá Bakkakoti, 8,80 að meðaltali.

Umfjöllun um heiðursverðlaunahryssurnar má nálgast í 12. tölublaði Eiðfaxa sem berst áskrifendum í næstu viku. Nálgast má blaðið rafrænt hér. Hægt er að gerast áskrifandi í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is.