laugardagur, 19. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Drauma Draupnir

18. maí 2016 kl. 17:32

Draupnir frá Stuðlum

Erum við að horfa á næsta Landsmótssigurvegara?

Draupnir frá Stuðlum fór í svaka flottan dóm í Hafnarfirði í dag en sýnandi hans var Daníel Jónsson. Draupnir hlaut fyrir kosti 8,77 þar af 9,0 fyrir tölt, skeið, vilja og geðslag og fegurð í reið. 

Draupnir er undan heiðursverðlauna hryssunni Þernu frá Arnarhóli en Þerna hefur gefið átta fyrstu verðlaunahross. Faðir Draupnis er Kiljan frá Steinnesi. 

Draupnir er fimm vetra gamall og verður að teljast líklegur til að vera berjast um sigurinn í flokki 5 vetra stóðhesta á Landsmótinu á Hólum.  

Hér fyrir neðan er dómur Draupnis

IS2011187105 Draupnir frá Stuðlum
Örmerki: 352206000076109
Litur: 4540 Leirljós/milli- tvístjörnótt
Ræktandi: Edda Björk Ólafsdóttir, Páll Stefánsson
Eigandi: Edda Björk Ólafsdóttir, Páll Stefánsson
F.: IS2004156286 Kiljan frá Steinnesi
Ff.: IS1998187045 Klettur frá Hvammi
Fm.: IS1993256299 Kylja frá Steinnesi
M.: IS1996287667 Þerna frá Arnarhóli
Mf.: IS1987186104 Páfi frá Kirkjubæ
Mm.: IS1988287067 Vaka frá Arnarhóli
Mál (cm): 148 - 137 - 141 - 65 - 142 - 37 - 48 - 43 - 6,5 - 30,0 - 18,5
Hófa mál: V.fr.: 8,8 - V.a.: 8,9
Sköpulag: 8,0 - 9,0 - 8,0 - 9,0 - 8,0 - 8,5 - 8,5 - 8,0 = 8,55
Hæfileikar: 9,0 - 8,5 - 9,0 - 8,5 - 9,0 - 9,0 - 7,0 = 8,77
Aðaleinkunn: 8,68
Hægt tölt: 8,5      Hægt stökk: 8,0
Sýnandi: Daníel Jónsson
Þjálfari: