föstudagur, 23. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

"Dræm mæting áhyggjuefni"

13. desember 2013 kl. 16:39

Súsanna Ólafsdóttir. Mynd:Aðsend

Viðtal við Súsönnu Ólafsdóttur, formann FT

Aðalfundur Félags Tamningamanna var haldin 7. desember en þá tók við nýr formaður, Súsanna Ólafsdóttir, ásamt því að þrír nýjir stjórnarmeðlimir bættust við.

Margir félagsmenn tamningamanna og margir þeir sem hafa kost á því að vera í félagi tamningamanna vita oft ekki hvað félagið stendur fyrir. Margir eru ekki búnir að borga félagsgjöldin í mörg ár og sumir sjá engan ávinning í því að vera félagsmaður. Blaðamaður Eiðfaxa ákvað því að heyra í nýkjörnum formanni FT og athuga hvað væri framundan hjá félaginu.

“Það mættu fáir félagsmenn á aðalfundinni sem mér þykir vera áhyggjuefni en okkur í stjórninni langar til að virkja félagsmenn meira” segir Súsanna. En stjórninni hittist í fyrsta sinni í gær og fór fram góður fundur þar sem margar nýjar hugmyndir litu dagsins ljós.

Markmið FT er að er að stuðla að réttri og góðri tamningu hesta. En því er náð með því að fylgjast með þróun í reiðmennsku og efla menntun tamningamanna og reiðkennara. Vera leiðbeinandi fyrir hestamenn og veita þeim þekkingu og fræða. “Markmið FT er skýrt og hefur verið það sama í mörg ár. Okkur langar að heyra í félagsmönnum og sjá hvað þeir segja. Hvað eru þeir ánægðir með og ekki. Í gær á fundinum komu fram margar góðar hugmyndir sem við ætlum að hrinda í framkvæmd og ætlum við að byrja á því á nýju ári að blása til félagsfundar,” segir Súsanna en á þeim fundi vonast stjórnin til að félagsmenn mæti og viðri sínar skoðanir. Á þeim fundi verða einnig kynntar hugmyndir stjórnarinnar og borið undir félagsmenn.

“Ég er mjög spennt fyrir þessu starfi og hlakka mikið til að takast á við ný verkefni en ég hef reyndar aldrei verið eins mikið í símanum þessa daga eftir að ég varð formaður. Ég vonast eftir að flestir muni láta sjá sig á félagsfundinum og hjálpi okkur að gera félag tamningamanna enn betra” segir Súsanna að lokum.