miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Dómgæsla á Gaddstaðaflötum og önnur gæðingamót

12. júlí 2010 kl. 23:04

Dómgæsla á Gaddstaðaflötum og önnur gæðingamót

 Eins og allir vita hafa áætlanir um mótahald riðlast verulega.  Stjórn GDLH hefur tekið ákvörðun um að standa vörð um að sem flestir nái að dæma í sumar.  Stjórn Geysis sem standa mun fyrir stórmóti um verslunarmannahelgina hefur heimilað að fleiri dómarar en fimm dæmi mótið svo framalega sem heildarkostnaður verði ekki meiri en sem nemur tímakaupi fimm dómara.

Nú stendur þér til boða dómari góður að sækja um dómgæslu á móti Geysis sem haldið er á Gaddstaðaflötum.  Líklegt er að mótið standi í fjóra daga. 

Forsendurnar eru að tímakaup gæti farið niður í hálfan texta ef tíu dómarar dæma mótið og dæmt verður í pörum.  Einnig mun verða skoðað að skipta flokkum niður á dómara ef það fyrirkomulag verður talið betra.

Umsóknarfrestur er til sunnudagsins 18. júlí  

Umsóknir berist til Oddrúnar netfang oddrunyr@simnet.is eða í síma 849-8088

 

Önnur mót sem áætluð eru um verslunarmannahelgina eru eftirfarandi, 

Fákaflug Vindheimamelum 31.júlí – 1.ágúst

Hestaþing Loga Hrísholti 31.júlí – 1.ágúst

Vinsamlegast sendið okkur póst ef þið hafið áhuga á að dæma á þeim mótum fyrir 18.júlí n.k.

Kveðja, stjórn GDLH