mánudagur, 26. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Dómaranámskeið GDLH

10. apríl 2019 kl. 12:00

Gæðingakeppni Landsmóts

Vegna mikilla fyrirspurna hefur verið ákveðið að kanna áhuga meðal hestamanna að gerast gæðingadómarar

 

Fræðslunefnd Gæðingadómarafélags LH mun standa fyrir námskeiði fyrir ný- og landsdómara dagana 19-21 maí næstkomandi ef næg þátttaka næst. Nákvæm staðsetning liggur ekki fyrir að svo stöddu en námskeiðið verður að öllu óbreyttu haldið á höfuðborgarsvæðinu.

Kostnaður við nýdómarapróf ásamt gögnum er 70.000 kr. og landsdómarapróf kostar  45.000 kr.

Þeir sem hyggjast taka þátt skulu hafa samband á netfang félagsins hið fyrsta:

gdlhdomarar@gmail.com

 

kv, fræðslunefnd GDLH