þriðjudagur, 17. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Dómaramálþing FEIF haldið hér á landi

19. desember 2011 kl. 12:44

Dómaramálþing FEIF haldið hér á landi

Alþjóðlegt málþing íþróttadómara verður haldið hér á landi dagana 13. – 14. apríl 2012.

Að málþinginu stendur FEIF í samstarfi við LH og er það opið fyrir alla alþjóðlega íþróttadómara FEIF og innlenda íþróttadómara, sem þó þurfa að skrá sig hjá landssamböndum sinna heimalanda.

Þungaviktamál verða rædd á málþinginu, sem haldið verður í Mosfellsbæ. Þar verður farið ofan í siðfræði og siðareglur dómara, spurt verður hvernig eigi að meta gæði reiðmennskunnar og skýrsla um munnáverka verður kynnt og rædd, skv. frétt frá FEIF.

Þessu tengt: