sunnudagur, 16. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Dögg frá Breiðholti frjósöm

Jens Einarsson
9. október 2009 kl. 11:16

Eignaðist hestfolald undan Hnokka í sumar

Þeir sem nú syrgja Hnokka frá Fellskoti, sem nýlega fór til Danmerkur, geta huggað sig við að nokkrar af bestu hryssum landsins voru leiddar undir hestinn hér á landi. Ein þeirra er hestagullið Dögg frá Breiðholti. Undan Hnokka og henni fæddist jarp-bleikálóttur hestur í sumar.

Afkvæmi undan topphestum

Dögg sló eftirminnilega í gegn árið 2006. Hún stóð efst í 5 vetra flokki hryssna á LM2006 með 8,61 í aðaleinkunn. Hún fékk 9,5 fyrir framhluta og fegurð, og 9,0 fyrir tölt, hægt tölt, brokk, vilja og hófa. Dögg er undan Orra frá Þúfu og Hrund frá Torfunesi, Safírsdóttur frá Viðvík. Hún er frjósom og hefur eignast þrjú afkvæmi: Brúna hryssu undan Aroni frá Strandarhöfði, brúnan hest undan Sæ frá Bakkakoti, og svo hestfolaldið undan Hnokka í sumar. Eigandi Daggar og ræktandi afkvæmanna er Óskar Eyjólfsson á Hjarðartúni í Hvolhreppi.