laugardagur, 19. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

DNA dregur sannleikann í ljós

14. janúar 2011 kl. 23:25

DNA dregur sannleikann í ljós

Á þýska fréttavefnum Isibless er grein sem fjallar um rangfærslur í ættartöflu stóðhestsins Kjarvals frá Sauðárkróki...

en samkvæmt  DNA  rannsóknarniðurstöðum er hann ekki rétt feðraður. Eins og menn vita hafa við rannsóknir DNA gagna verið að koma í ljós ýmsar skekkjur og rangindi í ættfærslum hrossa úr íslenskri hrossarækt. Stóðhestarnir tveir Dagur og Albert frá Strandarhöfði voru rangt feðraðir og enginn gleymir efanum sem lengi var í lofti um höfðingjann Hrafn 802.
Allir þeir sem hafa lifað og hrærst í hestamennsku hér á Íslandi í einhverja áratugi vita að ættfærslur hrossa voru oft frjálslegar hér á árum áður. Einstaka hross var rangt ættfært, annaðhvort meðvitað eða ómeðvitað.
Auðvitað getur eitthvað skeð sem ruglar fólk í rýminu og þannig geta einstaklingar verið í raun öðruvísi ættaðir en ræktendur þeirra halda. Hér er lítil saga sem útskýrir hvað getur til dæmis gerst á stórum búum.
Það var á hrossaræktarbúi fyrir ekki löngu síðan, að þrjú folöld fæddust sömu nóttina sem er ekki í fréttir færandi. Hinsvegar í þetta skiptið voru tvær  hryssnanna að kasta sínu fyrsta folaldi en ein var eldri.
Um morguninn þegar eigandi hryssnanna kom í hagann þótti honum undarleg litasamsetning einhverra paranna, þ.e. móður og afkvæmis. Þegar málið var betur skoðað kom í ljós að hryssurnar þrjár höfðu ruglað öllum folöldunum þannig að engin þeirra fóstraði sitt eigið.
Það var þekkt hér áður fyrr, er menn voru að halda hryssum undir hina svokölluðu „sambandshesta“ en það voru þeir stóðhestar sem hrossaræktarsamböndin gerðu út, að þegar menn höfðu náð í hryssuna sína til stóðhestsins og komnir með hana heim, þá renndu þeir hryssunni undir einhvern heimafola, „svona til öryggis“.
Svo var folaldið náttúrulega feðrað sambandshestinum, enda hann frægur undaneldishestur. Þetta var fyrir tíma sónarskoðana