föstudagur, 23. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

DM í gæðingakeppni

1. júlí 2019 kl. 11:20

Duld frá Ytra-Dalsgerði og Charlotte Cook

Danska meistaramótið í gæðingakeppni fór fram um helgina í Hedeland

 

Gæðingakeppni hefur verið á undanhaldi á þessu keppnistímabili hér heima á Íslandi en það sama á ekki við um á meginlandi evrópu.

Um helgina fór fram Danska meistaramótið í gæðingakeppni en þar voru 177 hestar skráðir til leiks í hinum hefðbundnu keppnisgreinum gæðingakeppninnar A-flokki, B-flokki, B-flokki ungmenna, Unglingaflokki og Barnaflokki. Auk þess var keppt í gæðingatölti, en það er tölt keppni byggð á leiðara gæðingakeppninnar.

Hér verður fjallað um helstu sigurvegara í hverjum flokki.

Sigurvegari í A-flokki gæðinga er Duld frá Ytra-Dalsgerði með 8,47 í einkunn, knapi á henni var Charlotte Cook. Duld er 1.verðlauna hryssa undan Aris frá Akureyri og Brák frá Ytra-Dalsgerði. Í öðru sæti varð Dökkvi frá Bakkakoti með 8,41 í einkunn knapi Mummi Palsson en þeir sigruðu B-úrslit og enduðu í 2.sæti.  Charlotte og Duld voru í 6.-7. sæti að lokinni forkeppni og hafa því heldur bætt í þegar í úrslitin var komið.

Ljósa frá Borgareyrum stóð efstu í B-flokki gæðinga en einkunn hennar var 8,68, knapi Inga-Petrine Bæk. Ljóska er undan Hágangi frá Narfastöðum og Ljósku frá Yti-Hofdölum. Annar varð, fyrrum heimsmeistarinn í fjórgangi, Hrímnir frá Ósi með 8,60 í einkunn knapi á honum Tine Terkildsen.

Malte Cook Simonsen sigraði í keppni í barnaflokki á hryssunni Hervöru frá Blesastöðum 1A með 8,59 í einkunn. Þess má til gamans geta að hann er sonur Charlotte Cook og því hafa þau mæðginin farið sigri hrósandi heim af þessu móti. Í  2.sæti í barnaflokki varð Kamilla Valdimarsdóttir og hestur hennar Sesar frá Efsta-Dal I með 8,35 í einkunn.

Keppni í Unglingaflokki sigraði Askja Isabel með hestinn Dreka frá Miðkoti einkunn hennar 8,52. Dreki  er undan Stíganda frá Miðkoti og Rausn frá Miðkoti. Í 2.sæti var Linea Ørndrup og Fjandi von Heidmoor með 8,46 í einkunn.

Henriette Hindbo og Silfurgeisli frá Fellskoti enduðu í 1.sæti með 8,50 í einkunn. Silfurgeisli er undan Eið frá Oddhóli og Evu frá skarði. Catharina Smidth varð önnur á Óðni frá Áskoti með 8,37 í einkunn.

Stine Weinreich varð í 1.sæti í gæðingatölti á Syni frá Dalur með einkunn upp á 8,57, í 2.sæti varð Birgitte Simoni og Kiljan frá Katulabo með 8,54 í einkunn.

Öll úrslit mótsins má finna með því að smella hér.