þriðjudagur, 12. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Djásn í Sviss

18. október 2013 kl. 11:53

Djásn frá Hnjúki, knapi er Bjarni Jónasson.

Merargull meðal útfluttra hrossa

Hæfileikahryssan Djásn frá Hnjúki er farin á vit nýrra ævintýra í Sviss. Djásn er hæst dæmda hryssa, fyrir utan Furu frá Hellu, sem yfirgefur Ísland í ár.

Djásn er fædd 2002 undan Þorvari frá Hólum og Foldu frá Hnjúki. Djásn varð þriðja í elsta flokki hryssna á Landsmóti 2012 en hefur hún hæst hlotið 8,52 í aðaleinkunn. Þar af er hún með 8,72 fyrir kosti og hafa hæfileikarnir einnig fengið að njóta sín á keppnisvellinum. Hefur hún þá oftar en ekki tryggt sér sæti í úrslitum fimmgangsgreina undir stjórn þjálfara síns Bjarna Jónassonar - urðu þau m.a. 5 í A-flokki á fjórðungsmóti Vesturlands í ár.

Djásn kom síðast fram á íþróttamóti Hrings seint í ágúst en fór svo utan 8. september. Mun Djásn eflaust láta að sér kveða á Svissneskri grundu en þau Bjarni voru strax mætt til leiks á íþróttamóti í Sviss nú í byrjun október.

Það sem af er árinu hafa  12 fyrstu verðlaunahryssur farið út. Heimsmeistarinn Fura frá Hellu er þar efst á blaði með 8,53 í aðaleinkunn. Fyrrnefnd Djásn er önnur og annar heimsmeistarafari,Vakning frá Hófgerði, er þriðja með 8,33 í aðaleinkunn.