laugardagur, 17. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Diddi ekki tilnefndur til íþróttamanns ársins

Jens Einarsson
23. desember 2010 kl. 11:00

Boltaíþróttafólk yfirgnæfandi

Sigurbjörn Bárðarson er ekki tilnefndur í kjöri til íþróttamanns ársins hjá Samtökum íþróttafréttamanna, þrátt fyrir frábæran árangur á árinu. Sigurbjörn hefur þrisvar verið tilnefndur og einu sinni hlotið titilinn. Sjö af þeim tíu sem tilnefndir eru í þetta sinn eru boltaíþróttamenn, þá ein sundkona, ein frjálsíþróttakona og ein fimleikakona. Þess skal getið að fréttamenn í "hófapressunni" eru ekki í Samtökum íþróttafréttamanna og eiga ekki sjálfgefinn rétt í samtökin, þótt þeir fjalli um íþróttir.