sunnudagur, 15. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Diddi Bárðar sextugur

2. febrúar 2012 kl. 17:53

Diddi Bárðar sextugur

Sigurbjörn Bárðarson, tamningameistari, reiðkennari og hrossaræktandi í Oddhóli, fagnaði sextugsafmæli sínu í dag 2. febrúar. Sigurbjörn á einhvern glæsilegasta feril að baki í íslenska hestaheiminum og er hvergi nærri hættur, hann temur, þjálfar, kennir og er afkastamikill á keppnis- og sýningarbrautinni. Sigurbjörn hefur að líkindum hampað fleiri sigurtitlum en nokkur annar íslenskur hestamaður, hefur landað á annað hundrað íslandsmeistaratitlum, hlotið 13 gullverðlaun á heimsmeistaramótum íslenska hestsins, auk gríðarlegs fjölda annarra verðlauna.

Nú að kvöldi afmælisdagsins mun Sigurbjörn eyða í Ölfushöllinni enda skráður til leiks á Penna frá Glæsibæ í fjórgangskeppni Meistaradeildarinnar sem hefst núna kl. 19. Diddi mun eflaust mæta til leiks rammefldur enda er allt sextugum fært.