sunnudagur, 16. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Deilur um staðarval landsmótsins 2012

16. mars 2010 kl. 09:20

Deilur um staðarval landsmótsins 2012

mbl.is greinir frá í dag: Mjög skiptar skoðanir eru meðal hestamanna um staðarval Landsmóts hestamanna árið 2012.

Stjórn Landssambands hestamannafélaga (LH) ákvað á fundi sínum í lok síðasta árs að hefja viðræður við Hestamannafélagið Fák í Reykjavík um að mótið yrði haldið á félagssvæði Fáks í Víðidal og var gengið frá formlegum samningi 12. mars sl.

Í framhaldinu sendu stjórnarmenn 26 hestamannafélaga frá sér ályktun þar sem því var harðlega mótmælt að horfið væri frá þeirri meginreglu að hafa mótið á landsbyggðinni, til skiptis á Norður- og Suðurlandi.

Haraldur Þórarinsson, formaður LH, vísar því á bug að ríkt hafi þegjandi samkomulag um að halda landsmótið til skiptis á Vindheimamelum og Gaddstaðaflötum, en kannast vel við að samkomulag sé um að hafa mótið til skiptis á Norður- og Suðurlandi.

Sjá nánari umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.