þriðjudagur, 12. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Deildafjör Geysis

15. apríl 2014 kl. 09:28

Hestamannafélagið Geysir

Keppt verður í naglaboðreið og smala.

Deildafjör Geysis verður haldið miðvikudaginn 16. Apríl kl: 20:00 í Rangárhöllinni. Deildafjörið er liðakeppni milli deilda hestamannafélagsins og er án efa eitt skemmtilegasta mót vetrarins. Keppt verður í naglaboðreið og smala.

Hver deild sendir 4 keppendur í hvora grein, a.m.k. einn keppandi er undir 15 ára og einn yfir fimmtugu.

 Áhugasamir setji sig í samband við deildarformann sinn. Upplýsingar um deildarformenn má finna í flipanum "Um Geysir" og "Deildir" inn á hmfgeysir.is.