mánudagur, 11. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Danir tóku slaktaumatöltið

11. ágúst 2019 kl. 07:15

Julie Christiansen er heimsmeistari í slaktaumatölti

Julie Christiansen heimsmeistari

 

Fyrstu úrslitum dagsins hér á heimsmeistaramóti íslenska hestsins er nú lokið. Fulltrúi Íslendinga í þeim var Jakob Svavar Sigurðsson og Júlía frá Hamarsey.

Julie Christiansen sigraði keppinauta sína og er heimsmeistari, en hún hélt með því forystu sinni frá því í forkeppni.

Jakob Svavar endaði í 5 sæti en munurinn á honum og Julie var lítill áður en það kom að slaka taumnum. Jakob fékk misjafnar einkunnir á slaka taumnum en það skýrist af því að við upphaf atriðisins átti hann í brasi.

 

Sæti

Knapi

Hestue

Einkunn

Land

1

Julie Christiansen

Stormur frá Hemlu

8.67

Danmörk

2

Stefan Schenzel

Óskadís vom Habichtswald

8.55

Þýskaland

3

Jessica Rydin

Rosi frá Litlu-Brekku

7.79

Svíþjóð

4

Veera Sirén

Jarl frá Mið-Fossum

7.75

Finnland

5

Jakob Svavar Sigurðsson

Júlía frá Hamarsey

7.54

Ísland

6

Frauke Schenzel

Gustur vom Kronshof

7.50

Þýskaland