föstudagur, 23. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Daníel Ben kaupir Akurgerði

3. febrúar 2011 kl. 10:08

Daníel og Sabine með fyrsta afabarn Daníels, sem kom í heiminn 27. desember.

Stikkorð

Akurgerði  • Daníel Ben  • hrossabú  • Sabine Girke

Þórður áfram með tamningastöðina

Daníel Ben og unnusta hans Sabine Girke frá Þýskalandi hafa keypt hrossabúið Akurgerði í Ölfusi. Þau munu setjast að á jörðinni innan skamms. Þórður Þorgeirsson, bróðir Daníels og mesti knapi á kynbótahrossum fyrr og síðar, mun áfram starfrækja tamningastöð á Akurgerði ásamt Sabine. Þórður og Helga Dís Hálfdánardóttir (Hálfdán Henrýsson) eru seljendur jarðarinnar, en þau keyptu hana 2004 og ráku þar hrossabú og tamningastöð.

Hesthúsið í Akurgerði er þegar orðið fullt af hrossum, aðallega kynbótahrossum, sem stefnt er með á LM2011 í Skagafirði. Að sögn hefur Þórður aldrei verið í betra formi, enda ku hann hafa tekið heilsuræktuna föstum tökum frá því í haust, bæði líkamlega og andlega. Verður spennandi að fylgjast með kappanum þegar líður á veturinn.