laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Dagur íslenska hestsins

Óðinn Örn Jóhannsson
30. apríl 2019 kl. 16:08

Íslenski hesturinn

Íslenski hesturinn opnar fyrir þér ævintýraheim

Alþjóðlegur dagur íslenska hestsins er á næsta leyti! Þann 1. maí munu meðlimir Íslandshestasamfélagsins um allan heim heiðra íslenska hestinn, bjóða gestum og gangandi í heimsókn í hesthúsin sín og kynna þetta undursamlega hrossakyn fyrir þeim. Á baki upplifir þú íslenska náttúru á allt annan hátt og það er líkt og opnist fyrir þér ævintýraheimur.

 

 Íslenski hesturinn opnar fyrir þér ævintýraheim

 

·         Hestamenn bjóða heim á alþjóðlegum degi íslenska hestsins.

·         Fjöldi viðburða er á dagskrá um allt land og erlendis.

·         Hægt er að vinna til verðlauna í myndbandakeppni á Facebook.

 

Horses of Iceland hefur skipulagt myndbandasamkeppni í tilefni dagsins, en vegleg verðlaun eru í boði. Hægt er að skrá sig í keppnina á Facebook. Deilið eftirlætismyndbandinu ykkar af íslenskum hesti eða hestum með öðrum unnendum hrossakynsins og vinnið miða á Landsmót 2020 og ferð með Íshestum!

www.facebook.com/horsesoficeland 

 

Á Degi íslenska hestsins og helgina á eftir verða ýmsir viðburðir á dagskrá um allt land:

 

Miðvikudagur 1.maí:

 

Hestamannafélagið Sprettur í Garðabæ/Kópavogi stendur fyrir sýningu í samvinnu við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri í Samskipahöllinni Spretti kl. 10-15 og teymt undir börnum kl. 15:30.

 

Hestamannafélagið Skagfirðingur á Sauðárkróki heldur sýninguna Æskan og hesturinn í reiðhöllinni Svaðastöðum kl. 13:00.

 

Hestamannafélagið Geysir, Hellu, býður upp á Æskulýðssýningu Geysis, í Rangárhöllinni kl.11:00.

 

Hestamannafélagið Hörður í Mosfellsbæ stendur fyrir sýningu í reiðhöll Harðar kl.14:00.

 

Hestamannafélagið Sleipnir á Selfossi teymir undir börnum í Sleipnishöllini kl. 12:30 – 14:30.

 

Hestamannafélagið Glófaxi á Vopnafirði heldur opið hús í hesthúsinu á Norður-Skálanesi og teymt verður undir börnum ef veður leyfir kl. 13:00-15:00.

 

Hestamannafélagið Sörli í Hafnarfirði býður upp á sýningu í reiðhöllinni á Sörlastöðum kl. 13:00.

 

Hestamannafélagið Freyfaxi á Egilsstöðum stendur fyrir firmakeppni í Stekkhólma eða í reiðhöllinni kl. 13:00.

 

Hestamannafélagið Dreyri á Akranesi heldur firmakeppni á Æðarodda kl. 14:00.

 

Hestamannafélagið Snæfellingur á Snæfellsnesi heldur íþróttamót á Grundarfirði kl. 10:00.

 

Föstudagur 3. maí

 

Hestamannafélagið Snæfellingur heldur opið hús og teymt verður undir börnum í fimm reiðhöllum á Snæfellsnesi: Reiðhöllinni í Ólafsvík, Grundarfirði, Stykkishólmi, Hallkellsstaðarhlíð og á Lýsuhóli milli kl. 17:00 og 19:00 í tilefni að íþróttadegi HSH.

 

Laugardagur 4.maí 

 

Hestamannafélögin á höfuðborgarsvæðinu: Fákur, Hörður, Máni, Sprettur og Sörli standa sameiginlega fyrir sýningunni Æskan og hesturinn TM-reiðhöllinni hjá Fáki í Víðidal, Reykjavík. Tvær sýningar verða haldnar, kl.13:00 og kl. 16:00.

 

Í TM-Reiðhöllinni í Víðidal koma fram efnilegustu hestamenn landsins og sýna afrakstur vetrarstarfsins og er óhætt að segja að sýningin sé hápunktur vetrarstarfsins hjá hinum ungu knöpum. Þórdís Erla Gunnarsdóttir mun setja sýninguna, en auk hinna fjölmörgu glæsilegu atriða sem börnin sýna mun Friðrik Dór koma fram og flytja vel valin lög.

 

Frítt er inn á sýninguna á meðan húsrúm leyfir.

 

Um Horses of Iceland

Markaðsverkefnið Horses of Iceland var stofnsett árið 2015 til að auka verðmætasköpun í tengslum við íslenska hestinn, styrkja ímynd hans í vitund fólks um allan heim og byggja upp sterkt vörumerki, Horses of Iceland.

 

Íslandsstofa sér um framkvæmd verkefnisins og starfar með verkefnisstjórn sem skipuð er fulltrúum úr hestasamfélaginu, Félagi hrossabænda (FHB), Landssambandi hestamannafélaga (LH) og Félagi tamningamanna (FT), auk fulltrúum úr atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti, meðal útflytjenda íslenska hestsins og úr Samtökum ferðaþjónustunnar.

 

Vefsíða: www.horsesoficeland.is
Samfélagsmiðlar:
Facebook, Instagram, Twitter, Pinterest, Tumblr

Nánari upplýsingar veitir Jelena Ohm, verkefnastjóri Horses of Iceland (jelena@islandsstofa.is).