miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Dagur heimsmeta

4. júlí 2014 kl. 00:11

Samantekt 3 júlí 5. dagur

Samantekt fimmtudags á Landsmóti.

Fimmtudagur er jafnan hátíðisdagur á Landsmóti. Þá er hátíðin sett með pompi á prakt.

Dagurinn í dag var þó ekki síst eftirminnilegur fyrir þær sakir að heimsmet og Íslandsmet voru sett á báðum völlum. Á aðalvelli þustu vekringar á mettímum í 150 og 250 metra skeiði. Á kynbótabrautinni slóu unghross met í hæfileikadómum.

Þá fóru fram milliriðlar A-flokks gæðinga og í unglingaflokki ásamt forkeppni í tölti þar sem nafntogaðir stórgæðingar komu fram, heilluðu brekkuna og uppskáru eftir því.

Kvikmyndatökumaður Eiðfaxa hafði því í nógu að snúast í dag við að fanga daginn. Gjörið svo vel.