fimmtudagur, 21. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Dagur frá Strandarhöfði eignast pabba að nýju

5. desember 2011 kl. 14:09

Dagur frá Strandarhöfði hefur endurheimt reisn sína sem fullgildur íslenskur stóðhestur.

Er undan Gandi frá Skjálg, Náttfarasyni frá Ytra-Dalsgerði

Dagur frá Strandarhöfði, sem missti föður sinni í fyrra, hefur nú fengið annan í staðinn og er sá talinn óumdeilanlega sá rétti. Það er enginn annar en Gandur frá Skjálg, sem mörgum þótti eftirsjá í úr landi á sínum tíma. Þeir hafa nú fengið annað tækifæri.

Vísindamenn í Hollandi hafa búið til DNA greiningu fyrir Gand, út frá DNA greindum afkvæmum. Samkvæmt þeirri greiningu smellpassa þeir Dagur og Gandur saman sem feðgar og er talin vera 99% vissa fyrir því að greiningin sé rétt. Dagur mun því aftur fá skráðan föður í WorldFeng og endurheimta heiður sinn og sóma sem fullgildur íslenskur stóðhestur.

Gandur frá Skjálg er undan Náttfara frá Ytra-Dalsgerði og Yrsu-frá Skjálg. Meintur fyrri faðir Dags, Baldur frá Bakka, var einnig undan Náttfara, þannig að það var ekki út í loftið að mönnum fannst Dagur sverja sig í þá ætt.