mánudagur, 11. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Dagskrá úrslitadagsins

10. ágúst 2019 kl. 22:00

Innkoma keppenda á völlinn er glæsileg

Í dag verða heimsmeistarar krýndir

 

Framundan er hátíðardagur á heimsmeistaramóti Íslenska hestsins en nú munu fara fram A-úrslit í flestum greinum, auk keppni í 100 metra skeiði.

Dagskrá mótsins hefur verið gagnrýnd, að því leyti hversu snemma morguns úrslitin byrja. Það má því búast við svefnvana mótsgestum eftir skemmtun kvöldsins.

Dagurinn hefst á A-úrslitum í slaktaumatölti fullorðinna. Jakob Svavar Sigurðsson er á meðal keppenda en hann kemur þriðji inn í úrslitin á Júlíu frá Hamarsey.

Í A-úrslit í tölti ungmenna mætir Ásdís Ósk Elvarsdóttir á Koltinnu frá Varmalæk en hún er önnnur eftir forkeppni. Jóhann Skúlason keppir í A-úrslitum í tölti og er í forystu að forkeppni lokinni.

Íslendingar eiga alls sex keppendur í 100 metra skeiði en þau Bergþór Eggertsson, Konráð Valur Sveinsson, Teitur Árnason, Benjamín Sandur Ingólfsson og Glódís Rún Sigurðardóttir eru öll skráð til leiks.

Ásdís Ósk og Hákon Dan eru meðal keppenda í A-úrslitum í fjórgangi ungmenna og Árni Björn kemur efstur inn í A-úrslit í fjórgangi fullorðinna. Jóhann Skúlason mætir einnig í þau úrslit en hann er í öðru til þriðja sæti.

Íslendingar eiga tvo fulltrúa í fimmgangi þau Olil og Gústaf. Olil Amble  kemur inn í úrslitin í efsta sæti að forkeppni lokinni. Þá er einnig Gústaf Ásgeir Hinriksson í úrslitunum og er til alls líklegur!

Sunday, Aug 11 06:00 - 07:00 Open training

08:00 - 08:45 A-finals Adult Tölt - T2

08:45 - 10:15 A-finals Young Rider & Adult Tölt - T1 + PRIZE GIVING

10:15 - 11:45 SpeedPass - P2 WITH PRIZE GIVING

12:15 - 13:45 A-finals Young Rider & Adult Four gait + PRIZE GIVING

13:45 - 15:15 A-finals Young Rider & Adult Five gait - F1 + PRIZE GIVING 5-gait Combination

15:30 - 16:00 PT - thanks to all volunteers

16:00 - 16:30 Closing Ceremony with Prize Givings