föstudagur, 23. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Dagskrá Tommamótsins

8. september 2011 kl. 22:06

Dagskrá Tommamótsins

Tommamót Skeiðfélagsins verður haldið á laugardaginn á Brávöllum á Selfossi. 

"Mótið er haldið til minningar um Tómas Ragnarsson hestamann.  Rúmar eitthundrað skráningar bárust og  var því hægt að halda mótið á einum degi.  Einvala lið dómara dæmir mótið.  Frítt kaffi og meðlæti í andyri Reiðhallar Sleipnismanna. Veðurspáin  er góð og hvetjum við því alla hestaáhugamenn til að mæta og fylgjast með skemmtilegu móti.   Ráslistar verða birtir eftir hádegi á morgun," segir í tilkynningu frá Skeiðfélaginu.

Dagskrá mótsins er eftirfarandi:

Laugardagur 10.  september

kl. 10:00 fjórgangur
kl. 11:00 fimmgangur
kl. 13:00 hádegishlé
kl. 13:30 tölt
kl. 14:30 B úrslit fimmgangur
kl. 15:00 kaffihlé
kl. 15:30  250 m skeið
                150 m skeið
                100 m skeið
kl. 17:30 A úrslit fjórgangur
kl. 18:00 A úrslit fimmgangur
kl. 18:30 A úrslit tölt