miðvikudagur, 13. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Dagskrá "Svellkaldra kvenna"

9. mars 2011 kl. 12:17

Dagskrá "Svellkaldra kvenna"

Dagskrá ístöltsmóts kvenna „Svellkaldar konur“ liggur nú fyrir. Hundrað glæsilegar keppniskonur mæta til leiks með gæðinga sína í þremur flokkum og búist er við hörkukeppni.

Umgjörð mótsins verður hin glæsilegasta og verðlaunin vegleg; flottur farandgripur, eignargripur fyrir 10 efstu sætin í hverjum flokki, folatollur og armbandsúr fyrir þær sem sigra í hverjum flokki aukfjölda aukavinninga og nú verður glæsilegasta parið í hverjum flokki einnig valið.

Dagskrá mótsins er eftirfarandi:

17:00 Minna vanar – forkeppni
17:40 Meira vanar – forkeppni
18:50 Opinn flokkur – forkeppni
MATARHLÉ
20:30 B-úrslit
21:40 A-úrslit
23:00 Mótsslit

Miðaverð er aðeins kr. 1.000 og verða miðar seldir við innganginn. Frítt er inn fyrir 12 ára og yngri.

Knöpum er bent á að stranglega bannað er að ríða inn í Grasagarðinn og ekki má fara beint af hestasvæði og upp í stúku, þrífa þarf skó og búnað áður.