mánudagur, 23. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Dagskrá Ís-landsmótsins á laugardag

27. febrúar 2015 kl. 14:30

Þyrla frá Eyri, knapi Tryggvi Björnsson.

Tæplega 100 skráningar á gæðingamót á Svínavatni.

Ís-landsmótið á Svínavatni verður haldið laugardaginn 28. febrúar og hefst  stundvíslega klukkan 11 samkvæmt tilkynningu frá mótshöldurum. Mótið hefst á keppni í B-flokki, síðan kemur röðin að A-flokki og endað er á keppni tölti. Úrslit verða riðin strax á eftir hverri grein.

Skráningar eru tæplega 100.  Ráslistar og aðrar upplýsingar og úrslit þegar þar að kemur eru birtar á heimasíðu mótsins is-landsmot.is.

"Gott  hljóðkerfi og útvarpsútsending þar sem einkunnir verða kynntar jafnóðum.Veitingasala á staðnum, heitir drykkir, samlokur, pylsur o.fl. Posi. Einnig vönduð skrá með nánari upplýsingum. Vegna góðs stuðnings styrktaraðila mótsins, er aðgangur ókeypis og allir hvattir til að koma og njóta þessarar mestu gæðingaveislu ársins á svæðinu," segir í tilkynningu.