sunnudagur, 22. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Dagskrá Gæðingamóts Hrings og upplýsingar til áréttingar

15. júní 2011 kl. 12:39

Dagskrá Gæðingamóts Hrings og upplýsingar til áréttingar

Hér að neðan er dagskrá Gæðingamóts Hrings og sameiginlegs úrtökumóts Hrings, Gnýfara og Glæsis. Til áréttingar skal tekið fram að einungis er um opið mót að ræða í tölti og skeiði, aðrar greinar eru ekki opnar. Félagar í Gnýfara og Glæsi hafa þátttökurétt í forkeppni gæðingakeppninnar enda forkeppnin sameiginleg úrtaka hjá þessum félögum. Þá hefur verið ákveðið að hestar frá öðrum félögum sem skráðir voru til leiks í gæðingakeppninni fái að taka þá í forkeppninni sem gestir, vilji knapar þeirra það, en fái ekki rétt til þátttöku í úrslitum. Í úrslitum taka eingöngu Hringsfélagar þátt enda mótið gæðingamót Hrings. Ef þeir knapar annarra félaga en Hrings, Gnýfara og Glæsis sem hafa skráð sig til leiks í gæðingagreinum vilja ekki taka þátt í forkeppni sem gestir eru þeir vinsamlega beðnir um að tilkynna að þeir dragi sig úr keppni á netfangið hringurdalvik@hringurdalvik.net

Dagskrá
08:30 B-flokkur
09:30 Barnaflokkur
10:00 Unglingar
11:30 Ungmenni
11:00 A-flokkur
11:30 Matarhlé
12:15 Úrslit B-flokkur
12:45 Úrslit Barnaflokkur
13:00 Úrslit Unglingaflokkur
13:15 Úrslit Ungmennaflokkur
13:30 Úrslit A-flokkur
14:00 Tölt– Forkeppni
15:30 100m skeið – Fljúgandi start
16:15 Kaffihlé
16:45 Tölt– Úrslit
17:15 150m skeið
18:00 250m skeið
18:30 Mótslok