miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Dagskrá frestað

odinn@eidfaxi.is
2. júlí 2014 kl. 07:19

Þrátt fyrir rok og rigningu eru félagarnir Viðar, Sigurður og Hinrik kampakátir.

Breytingar vegna áframhaldandi veðuraðstæðna.

Dagskrá á aðalvelli hefur verið frestað til klukkan 13.00 en þá hefst ungmennaflokkur samkvæmt dagskrá.

Landsmót hefur vegna þessa sent frá sér eftirfarandi tilkynningu.

Vegna áframhaldandi veðuraðstæðna hefur verið tekin ákvörðun um að fresta milliriðlum í barnaflokki sem hefjast áttu kl 9:00 í dag,  til föstudags.  Milliriðlar í barnaflokki munu hefjast kl 8:30 á föstudag.

Dagskráin í dag á aðalvelli mun hefjast kl 13:00 á ungmennaflokki samkvæmt dagskrá.

Mótstjórn.